Færsluflokkur: Bloggar
7.11.2008 | 00:07
Aumkunarverð umræða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 23:34
Lengi getur vont versnað
Ég hélt því mjög fram fyrir síðustu alþingiskosningar að efnahagsstjórn þáverandi ríkisstjórnar þó aðallega sjálfsstæðisflokks væri ekki eins góð og Geir H vildi halda fram og það er nú að sannast all rækilega. Það er ekkert svo vitlaust að þessari auma ríkisstjórn sem nú situr láti ekki verða af því að framkvæma það, nægir þar að nefna niðurskurð á þorskkvótanum sem virðist vera gert í hrópandi ósamræmi við allt sem ábyrgir stjórnmálamenn myndu gera. Enn það er nefnilega málið að ráðherrar sjálfsstæðisflokksins eru svo algjörlega veruleikafirrtir að það er hættulegt orðið að halda það að niðurskurður á þorskkvóta um 60þús tonn hafi enginn áhrif á þjóðarbúið er hreint fáranlegt. Þó er það ekkert í líkingu við það að hafa alls óhæfan mann til að stjórna peningamálum þjóðarinar ég nefni enginn nöfn þori því ekki því þá gæti ég fengið að kenna á því síðar þar sem sjálfsstæðisflokkurinn stjórnar nú orðið flestum dómstólum landsins með því að skipa þar dómara eftir eiginn geðþótta og hagsmunum og ef einhver vogar sér að setja útá þá skipun er hann eða hún annaðhvort talinn ekki hafa vit á tilteknu máli eða þá einhverjar annarlegar hvatir liggji þar að baki og eins og ég segi er þetta ástand orðið stórhættulegt og ég vona svo sannarlega að samfylkingin átti sig í tíma og láti sjálfsstæðisflokkinn ekki teyma sig út í það fúafen sem hann fór með framsóknarflokkinn og hann bíður þess sennilega aldrei bætur þ.e. framsóknarfl. Það er nefnilega engum hollt að blindast svo af eigin ágæti að sjá ekki til sólar. Það eru svo mörg mál sem Geir og félagar þurfa að fara að skoða í eigin ranni og best væri nú að þeir tækju sér frí um tíma.Hvernig getur það verið að nokkur heilvita maður láti sér detta það í hug að nokkurt hagkerfi geti gengið með þeirri peningastefnu sem rekin er með 15%stýrivöxtum og bullandi verðbólgu og stæra sig svo af góðri efnahagsstjórn eins og Geir gerði fyrir síðustu kosningar það virðist hafa verið eitthvað ekki alveg rétt í þeim málflutningi. Þó tekur alveg steinin úr þáttur Árna Matth í dómaraskipunarmálinu þar sem hann fer langt út fyrir öll þau mörk sem hæfa ráðherra. En það eru svo ótal mörg mál sem hægt væri að nefna að það væri að æra óstöðugan og fólki er svo algjörlega misboðið valdhrokinn og ósvífnin í ráðherrum sjálfsstæðisflokksins.Ég skora á samfylkinguna að slíta þessu samstarfi nú þegar og fara að starfa með fólki sem vinnur fyrir fólkið og standa þar með við orðð sín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 23:36
Stæðsti sértrúarsöfnuður á Íslandi.
Bloggar | Breytt 27.4.2007 kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2007 | 11:29
Um vanda umhverfisverndarsinna.
Mjög er það athyglisvert að fylgjast með umræðum um umhverfismál og öllu því tengt, veður fólk þar elginn og meira og minna bullar tóma vitleysu. Gaman væri t.d. að vita hvað margir af æstustu verndarsinnunum hafa komið að Kárahn, Gjástykki, Þeistareykjum og kynnt sér hvað þar hefur verið rannsakað og gert. Kárahnjúkav ein og sér er stórmerkilegt mannvirki en umræðan um hana hefur aldrei komist á það stig að rætt væri hana sem slíka. Nú er kannski rétt að taka það fram að ég er útálandibúi. Það fer orðið nett í taugarnar á okkur að ekkert megi gera hjá okkur nema það fari í endalaus möt hjá hinum og þessum spegulöntum í 101.Eitt gott dæmi við hvað við megum búa í þessu ,boruð var hola austur í Kelduhverfi til að finna heitt vatn það tókst vatnið fannst og rennur nú bara sjálft út í Jökulsá á fjöllum til að hita hana upp en við íbúarnir megum ekki nota það vegna þess að blýantsnagarar í umhverfisráðun og fleirri sjálfskipaðir snillingar í áðurnefndum 101 þurfa að gefa sitt leyfi er þetta nú í lagi ég spyr, ég gæti nefnt mörg fleirri dæmi í þessum dúr við hvað er að eiga.Og oftar en ekki er borið við þetta sé umhverfismál, verum sjálfum okkur samkvæm og förum þá eins að allstaðar þá er hægt að fara að ræða nátturuvernd og umhverfismál að einhverju viti.Nú skal það áréttað að ég er alls ekki talsmaður þess að málin sé ekki skoðuð og rædd,og tel mig vera engu minni verndarsinna enn marga þá sem hæst láta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 22:22
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Axel Jóhannes Yngvason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar