9.4.2007 | 11:29
Um vanda umhverfisverndarsinna.
Mjög er það athyglisvert að fylgjast með umræðum um umhverfismál og öllu því tengt, veður fólk þar elginn og meira og minna bullar tóma vitleysu. Gaman væri t.d. að vita hvað margir af æstustu verndarsinnunum hafa komið að Kárahn, Gjástykki, Þeistareykjum og kynnt sér hvað þar hefur verið rannsakað og gert. Kárahnjúkav ein og sér er stórmerkilegt mannvirki en umræðan um hana hefur aldrei komist á það stig að rætt væri hana sem slíka. Nú er kannski rétt að taka það fram að ég er útálandibúi. Það fer orðið nett í taugarnar á okkur að ekkert megi gera hjá okkur nema það fari í endalaus möt hjá hinum og þessum spegulöntum í 101.Eitt gott dæmi við hvað við megum búa í þessu ,boruð var hola austur í Kelduhverfi til að finna heitt vatn það tókst vatnið fannst og rennur nú bara sjálft út í Jökulsá á fjöllum til að hita hana upp en við íbúarnir megum ekki nota það vegna þess að blýantsnagarar í umhverfisráðun og fleirri sjálfskipaðir snillingar í áðurnefndum 101 þurfa að gefa sitt leyfi er þetta nú í lagi ég spyr, ég gæti nefnt mörg fleirri dæmi í þessum dúr við hvað er að eiga.Og oftar en ekki er borið við þetta sé umhverfismál, verum sjálfum okkur samkvæm og förum þá eins að allstaðar þá er hægt að fara að ræða nátturuvernd og umhverfismál að einhverju viti.Nú skal það áréttað að ég er alls ekki talsmaður þess að málin sé ekki skoðuð og rædd,og tel mig vera engu minni verndarsinna enn marga þá sem hæst láta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 22:22
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Axel Jóhannes Yngvason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar