Umhverfismál og Össur ekki alsgáði.

Það mætti halda að menn eins Össur séu ekki með öllu mjalla skrifar undir áframhaldandi samkomulag um álver á Bakka en kemur svo daginn eftir og setur okkur stólinn fyrir dyrnar hvað varðar rannsóknir á háhitasvæðinu í Gjástykki. Þetta er ekki bjóðandi fólki að vinna svona og maður veltir fyrir sér hvað búi undir er það fagra Ísland er það fagra Gjástykki eða er það eitthvað annað.Þetta er svo rekið í gegnum skipulagsstofnun á einni viku og komið í auglýsingu í mogganum í dag og til að opinbera fávisku sína og flaustrið og alveg dæmalausa vanvirðingu við okkur er Gjástykki sett í Aðaldælahrepp sem ekki er til lengur en er með réttu í Kelduhverfi og hefur verið það lengi. Það væri líka ágætt ef fólk sem um þessi mál eru að fjalla viti hvað það er að tala um.Nöturlegasta dæmið var nú fyrir fáeinum dögum eftir að Össur setti fram þessa fáranlegu hugmynd um að rannsóknarhola í Gjástykki skyldi fara í umhverfismat var að ekki voru til neinar myndir úr Gjástykki heldur voru sýndar myndir af Þeistareykjum og Bjarnarflagi hafa þeir aðilar sem um þetta mál eru að fjalla þessa dagana yfirleitt komið í Gjástykki. Svari nú þeir sem þykjast alltaf vita hvað okkur er fyrir bestu, og farið að fylgjast með nærumhverfi ykkar í 101.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Össur karlinn veit ekki hvað hann á af sér að gera vegna þess að liðið í kringum hann er svo margskipt.

Sigurjón Þórðarson, 24.7.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Axel Jóhannes Yngvason

Höfundur

Axel Jóhannes Yngvason
Axel Jóhannes Yngvason

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband